Sirius vann Íslendingaslag í sænsku úrvalsdeildinni í dag er liðið mætti Norrköping á heimavelli sínum.
Aron Bjarnason var á skotskónum fyrir Sirius og gerði fyrra mark liðsins í 2-0 sigri. Óli Valur Ómarsson lék einnig með Sirius en fór af velli á 61. mínútu.
Arnór Ingvi Traustason fór af velli á 42. mínútu fyrir Norrköping en hann var í byrjunarliðinu ásamt Ara Freyr Skúlasyni.
Andri Lucas Guðjohnsen kom inná fyrir Ara Frey snemma í seinni hálfleik en tókst ekki að setja mark sitt á leikinn.
Jóhann Berg Guðmundsson spilaði með Burnley í ensku Championship-deildinni er liðið vann Swansea sannfærandi 4-0. Jói Berg lék hálftíma í sigrinum og kom inná í stöðunni 4-0.
Einnig á Englandi lék Jón Daði Böðvarsson með Bolton og spilaði 74 mínútur er liðið gerði markalaust jafntefli við Barnsley í C-deildinni.