Það vakti athygli í vikunni er myndband af framherjanum Pierre Emerick Aubameyang fór í loftið.
Þar mátti heyra Aubameyang tala nokkuð illa um Mikel Arteta, stjóra Arsenal, en þeir unnu saman hjá félaginu um tíma.
Aubameyang vill meina að Arteta ráði ekki við stóra karaktera og stóra persónuleika og þess vegna var honum bolað burt frá félaginu.
Aubameyang var sendur til Barcelona í byrjun árs en samdi svo við Chelsea í sumar og leikur þar í dag.
Arteta hafði ekki mikið að segja um ummæli Aubameyang fyrir leik Arsenal í gær í Evrópudeildinni.
,,Fólk má tala um það sem það vill tala um,“ sagði Arteta á blaðamannafundi í gær.
Aubameyang hefur sjálfur beðist afsökunar á ummælunum en hann var um tíma reiður út í enska félagið og vinnubrögð Arteta.