Sorglegar fréttir bárust nýlega af miðjumanninum Enock Mwepu sem var leikmaður Brighton í ensku úrvalsdeildinnik.
Mwepu þótti mjög öflugur miðjumaður en hann hefur þurft að leggja skóna á hilluna aðeins 24 ára gamall.
Mwepu er með hjartagalla og eftir rannsóknir þá var talið best í stöðunni að hann myndi segja skilið við boltann sem leikmaður.
Roberto De Zerbi, stjóri Brighton, er sorgmæddur fyrir hönd Mwepu en er til í að gera mikið til að hjálpa leikmanninum í framtíðinni.
Mwepu mun væntanlega vilja taka að sér starf innan fótboltans og er það eitthvað sem De Zerbi gæti klárlega hjálpað með.
,,Ég vil ekki tala um peninga, ég vil tala um hann sem manneskju. Ég vorkenni honum og hans fjölskyldu mikið. Ég hef sent honum skilaboð og ég er alltaf tilbúinn að gera það sem hann vill og hjálpa honum,“ sagði De Zerbi.
Mwepu er með litla menntun og gæti átt í erfiðleikum með að finna gott starf í framtíðinni og eru það gleðifréttir fyrir hann og hans fjölskyldu að Brighton sé tilbúið að hjálpa.