Hnémeiðsli Reece James, leikmanns Chelsea, eru hugsanlega mun alvarlegri en talið var í fyrstu.
James meiddist í Meistaradeildarleik gegn AC Milan á dögunum. Hann mun um helgina hitta sérfræðing, þar sem alvarleiki meiðslana mun koma í ljós.
Ljóst er að það væri mikið áfall fyrir Chelsea að missa James í lengri tíma, en hann er einn mikilvægasti leikmaður liðsins.
Svo gæti verið að meiðslin séu svo alvarleg að James missi af Heimsmmeistaramótinu með enska landsliðinu, sem hefst í næsta mánuði.