Ný færsla Kjartans Henry Finnbogasonar, leikmanns KR á Twitter vekur mikla athygli.
Kjartan birtir brot úr atriði í þáttunum Steypustöðin, þar sem íþróttalýsandinn Hörður Magnússon segir „úff, kalt er það. Klara gefur kallinum fokk-merkið.“
Það er ekki á hreinu hvað hann meinar með þessu. Það má þó ætla að það tengist stöðu hans hjá KR. Kjartan hefur ekki fengið margar mínútur á vellinum í sumar.
Framherjinn er þó með samnning í Vesturbænum út næsta tímabil. Hann kom aftur til félagsins í fyrra frá Esbjerg.
Kjartan er uppalinn í KR. Hann hefur einnig leikið víða í atvinnumennsku. Hann gerði garðinn frægan í Danmörku, þar sem hann hefur leikið með þremur liðum.
Ekki náðist í Kjartan við vinnslu fréttarinnar.
— Kjartan Henry Finnbogason (@kjahfin) October 14, 2022