Brentford 2 – 0 Brighton
1-0 Ivan Toney(’27)
2-0 Ivan Toney(’64, víti)
Ivan Toney var í essinu sínu í ensku úrvalsdeildinni í kvöld er Brighton heimsótti Brentford í eina leik föstudags.
Það voru heimamenn í Brentford sem höfðu betur en Toney skoraði bæði mörk liðsins í 2-0 heimasigri.
Þetta voru 13. stig Brentford á tímabilinu er liðið nú í áttunda sætinu, tveimur stigum frá Manchester United sem er í því fimmta.
Brighton er enn með 14 stig í sjöunda sæti en hefur nú ekki unnið í þremur leikjum í röð.