Það fer ekki á milli mála að Kevin de Bruyne er einn allra besti miðjumaður heims og hefur verið í dágóðan tíma.
De Bruyne spilar með Manchester City á Englandi og lék með liðinu í síðustu umferð í 4-0 sigri á Southampton í ensku úrvalsdeildinni.
Í þessum leik lagði De Bruyne upp mark á Phil Foden og var þetta hans 94. stoðsending í ensku úrvalsdeildinni.
Það þýðir að De Bruyne er stoðsendingahæsti leikmaður í sögu Englandsmeistarana í úrvalsdeildinni og tekur fram úr David Silva.
Silva þykir vera einn besti miðjumaður í sögu Man City en hann lagði upp 93 mörk á sínum tíma hjá félaginu.
De Bruyne er 67 stoðsendingum á eftir Ryan Giggs sem lagði upp 162 mörk fyrir Manchester United og er sá stoðsendingahæsti í sögu deildarinnar.