Middlesbrough í næst efstu deild Englands hefur ákveðið að reka knattspyrnustjóra sinn Chris Wilder eftir ömurlega byrjun á tímabilinu.
Boro hefur alls ekki verið sannfærandi í Championship-deildinni og er í 18. sætinu eftir 12 umferðir.
Liðið ákvað að reka Wilder nýlega en hann er fyrrum stjóri Sheffield United og gerði frábæra hluti þar.
Nú er talað um að Michael Carrick, goðsögn Manchester United, komi til greina sem nýr þjálfari liðsins.
Carrick hefur unnið í eigin þjálfararéttindum en hefur ekki tekið við sem aðalþjálfari hingað til.
Um er að ræða 41 árs gamlan fyrrum enskan landsliðsmann sem spilaði með Man Utd frá 2006 til ársins 2018.