Douglas Luiz hefur skrifað undir nýjan langtímasamning við Aston Villa. Félagið staðfestir þetta.
Hinn 24 ára gamli Luiz var sterklega orðaður við Arsenal undir lok félagaskiptagluggans í sumar. Félagið var í leit að styrkingu á miðsvæði sínu.
Einhverjir töldu jafnvel að hann færi til Lundúnafélagsins á frjálsri sölu næsta sumar, en fyrri samningur hans átti þá að renna út.
Nú er hins vegar ljóst að Luiz verður áfram hjá Villa næstu árin.
Villa er í sextánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar með níu stig eftir jafnmarga leiki.