Vestri í Lengjudeild karla hefur staðfest að Davíð Smári Lamude sé nýr þjálfari liðsins. Félagið boðaði til blaðamannafundar í morgunsárið.
Davíð greindi frá því í gær að hann hefði ákveðið að láta af störfum sem þjálfari Kórdrengja.
Á sama tíma framlengdi Vestri samning sinn við Atlantic Seafood en fundurinn var haldinn í höfuðstöðvum fyrirtækisins.
Davíð hafði unnið magnað starf með Kórdrengi en hann kom liðinu upp úr neðstu deild og upp í þá næst efstu. Kórdrengir hafa verið í Lengjudeildinni í tvö ár.
Hann ákvað að láta staðar numið með félagið og taka við Vestra sem leikur í sömu deild.
Gunnar Heiðar Þorvaldsson stýrði Vestra á síðustu leiktíð en nú tekur Davíð Smári við Vestra en þar eru menn stórhuga fyrir næstu leiktíð í Lengjudeildinni.