Gary Neville, goðsögn Manchester United, telur að Pep Guardiola gæti hafa yfirgefið Manchester City ef Erling Haaland hefði ekki mætt til liðsins í sumar.
Haaland hefur verið ótrúlegur hingað til og er með 20 mörk í aðeins 13 leikjum fyrir sitt nýja félag en hann kom frá Dortmundm í sumarglugganum.
Neville var persónulega að verða leiður á því að horfa á Englandsmeistarana sem bjóða upp á annan leikstíl í dag eftir komu Norðmannsins magnaða.
Neville segir að það sé ekkert verkefni í Evrópu jafn spennandi og hjá Man City og að það sé ástæðan fyrir því að Guardiola sé ekki farinn.
,,Manchester City hefur verið framúrskarandi í mörg ár en ég varð leiður á að horfa á þá, með fullri virðingu. Þetta leit út fyrir að vera það sama í hverri viku,“ sagði Neville.
,,Nú ertu með þetta vélmenni, þetta skrímsli, þessa vél í Erling Haaland sem breytir leiknum algjörlega.“
,,Pep Guardiola hefði getað yfirgefið Man City á þessum tímapunkti en hann ákvað að vera áfram því það er ekkert verkefni eins og verkefnið í Manchester.“
,,Mig grunar að Manchester sé ekki besta borgin fyrir hann til að starfa í og ég er viss um að hann vilji lifa annars staðar í Evrópu en hann hugsar bara hvar getur hann fengið þetta? Hann fær þetta ekki hjá öðru félagi.“