Thomas Tuchel, fyrrum stjóri Chelsea, er vel opinn fyrir því að taka við landsliði en hann er án starfs í dag.
Tuchel var rekinn frá Chelsea fyrr á þessu tímabili en hann hefur einnig þjálfað stórlið Dortmund sem og Paris Saint-Germain.
Blaðamaðurinn virti Christian Falk segir að Tuchel vilji taka við landsliði í framtíðinni og er það enska ofarlega á óskalistanum.
Tuchel getur séð sjálfan sig náð góðum árangri með enska landsliðið sem er í dag þjálfað af Gareth Southgate.
Tuchel er mjög virtur knattspyrnustjóri en hann vann Meistaradeildina með Chelsea en fékk þó aðeins að vinna þar í um eitt og hálft ár.
Það eru líkur á að Southgate verði látinn fara frá Englandi í lok árs ef gengið á HM í Katar er ekki nógu gott.