Glazer fjölskyldan hefur ekki neinn sérstakan áhuga á að selja Manchester United nema ef einhver er til í að borga 9 milljarða punda fyrir félagið. Frá þessu segja ensk blöð.
Sir Jim Ratcliffe hefur haft áhuga á að kaupa félagið en ólíklegt er að einhver sé til í að borga þessa upphæð.
Glazer fjölskyldan er ekki vinsæl á meðal stuðningsmanna en fyrir 9 milljarða punda þá væri félagið verðmætasta íþróttafélag í heimi.
Dallas Cowboys er verðmetið sem verðmætasta íþróttafélag í heimi á 7,23 milljarði punda en Glazer fjölskyldan vill hærri upphæð en það.
Ratcliffe er ríkasti maður Bretlands en það myndi rífa vel í veski hans að borga slíka upphæð.