Karim Benzema, leikmaður Real Madrid, hefur verið frábær fyrir liðið undanfarin ár og raðað inn mörkum.
Sóknarmaðurinn er næst markahæsti leikmaður liðsins frá upphafi en hann hefur spilað 614 leiki og skorað 327 mörk.
Það er möguleiki fyrir þennan 34 ára gamla leikmann að komast á toppinn á listanum en þar situr Cristiano Ronaldo með 451 mark.
Ronaldo hefur yfirgefið Real og leikur með Manchester United í dag en hann skoraði 451 mark í 438 leikjum sem er ótrúlegur árangur.
Benzema er kominn á seinni ár ferilsins en hefur sjaldan verið betri en er þó að glíma við meiðsli þessa stundina.
Ef Benzema nær mögulega fjórum eða fimm tímabilum með Real í viðbót gæti hann náð meti Ronaldo en það þarf þó mikið til.
Benzema er nýlega kominn yfir Raúl í listanum yfir þá markahæstu en hann skoraði 323 mörk í 741 leik.