Fuðrulegt myndband gengur nú um samfélagsmiðla af Bernardo Silva, leikmanni Manchester City í ensku úrvalsdeildinni.
Aðdáandi kemur þá upp að Silva, þar sem Portúgalinn hallar sér upp að glugga. Fyrstu viðbrögð leikmannsins voru að segja „hvað ertu að gera vinur?“
Að lokum fékk aðdáandinn þó myndir af sér með Silva og allir skildu sáttir. Atvikið var þó óneitanlega fremur vandræðalegt. Það má sjá hér neðar.
Silva hefur verið á mála hjá City síðan 2017. Hann hefur komið að sex mörkum í níu leikjum það sem af er tímabili í ensku úrvalsdeildinni.
Í sumar var Silva sterklega orðaður við Barcelona. Hann hélt þó kyrru fyrir í Manchester.
Full video, the silence at the end kills me 💀 pic.twitter.com/un7CYN1WDu
— Ryan (@bernardooooV3) October 12, 2022