Bodo/Glimt 0 – 1 Arsenal
0-1 Bukayo Saka(’24)
Arsenal lagði norska liðið Bodo/Glimt í Evrópudeildinni í kvöld en spilað var í Noregi.
Alfons Sampsted leikur með Bodo/Glimt og var að venju í byrjunarliðinu og lék allan leikinn.
Viðureignin sjálf var engin frábær skemmtun en Arsenal hafði betur 1-0 og skoraði Bukayo Saka eina markið.
Arsenal er í efsta sæti riðilsins með níu stig en þar á eftir koma PSV og Bodo/Glimt með fjögur og Zurich sem er án stiga.
Næsti leikur Arsenal er á heimavelli sínum Emirates gegn PSV.