fbpx
Mánudagur 17.mars 2025
433Sport

De Bruyne segir hver helsti munurinn á City og Liverpool er

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 13. október 2022 15:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kevin De Bruyne var spurður út í helsta muninn á liði Manchester City og Liverpool í aðdraganda stórleiks helgarinnar.

Manchester City og Liverpool hafa verið bestu lið Englands undanfarin ár, þar sem City hefur þó haft betur í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn í þrjú skipti af síðustu fjórum tímabilum.

Staðan nú er óvanaleg. Fyrir leik liðanna á sunnudag er City í öðru sæti deildarinnar með 23 stig. Liverpool er aðeins með tíu stig um miðja deild.

„Þeir fara meira upp og niður völlinn á meðan við stjórnum leikjum meira. Þegar þú stjórnar leik áttu ef til vill meira möguleika á að vinna hann,“ segir De Bruyne um muninn á liðunum tveimur.

Belginn býst við erfiðum leik gegn Liverpool á sunnudag.

„Ég held að Liverpool verði upp á sitt besta í leiknum. Þeir hafa tapað stigum en þetta er samt Liverpool og ég held að þeir verði góðir, þannig sé ég þetta. Ég elska stóra leiki, gott andrúmsloft. Þetta er sérstakur leikur. Það er alltaf erfitt að spila á útivelli gegn stóru sex liðunum. Við höfum samt gert vel í þeim leikjum undanfarin ár.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Hinrik seldur til Noregs – Kvaddur með fallegu myndbandi

Hinrik seldur til Noregs – Kvaddur með fallegu myndbandi
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Valsmenn höfnuðu „hlægilegu“ tilboði Skagamanna í Tryggva

Valsmenn höfnuðu „hlægilegu“ tilboði Skagamanna í Tryggva
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

England: Arsenal vann Chelsea í mjög bragðdaufum leik

England: Arsenal vann Chelsea í mjög bragðdaufum leik
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Rekinn úr vinnunni fyrir að stunda kynlíf með eiginkonunni á vinnustaðnum – Lét kveikja á öllum ljósum og var mjög sjáanlegur

Rekinn úr vinnunni fyrir að stunda kynlíf með eiginkonunni á vinnustaðnum – Lét kveikja á öllum ljósum og var mjög sjáanlegur
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Guardiola útskýrir af hverju hann missti sig í gær – ,,Hann var að verja sjálfan sig“

Guardiola útskýrir af hverju hann missti sig í gær – ,,Hann var að verja sjálfan sig“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu frábært mark Stefáns gegn Portsmouth

Sjáðu frábært mark Stefáns gegn Portsmouth
433Sport
Í gær

,,Á næstu árum þá verður hann á toppnum, hann verður númer eitt“

,,Á næstu árum þá verður hann á toppnum, hann verður númer eitt“
433Sport
Í gær

Segir að Arteta geti gert það sama og Wenger

Segir að Arteta geti gert það sama og Wenger