Það eru aðeins fjórir leikmenn í búningsklefa Paris Saint-Germain sem standa við bakið á Kylian Mbappe þessa stundina, ef marka má nýjustu fregnir.
Framtíð Mbappe hefur mikið verið í umræðunni. Hann er sagður vilja fara frá PSG.
Fréttirnar komu mikið á óvart þegar þær brutust út fyrr í vikunni. Mbappe skrifaði undir nýjan samning við snemma síðasta sumar. Töldu margir hann á leið til Real Madrid á frjálsri sölu. PSG bauð honum hins vegar himinnhá laun og aukin völd á bakvið tjöldin hjá félaginu.
Mbappe vill hins vegar meina að PSG hafi ekki staðið við þau loforð sem honum voru gefin við undirskrift í sumar. Félagið hafi til að mynda lofað því að fá inn framherja, sem stóðst ekki.
Sem fyrr segir á Mbappe aðeins fjóra að í leikmannahópi PSG sem styðja við hann. Það eru Presnel Kimpembe, Nordi Mukiele, Hugo Ekitike og Achraf Hakimi.