Christophe Galtier, stjóri Paris Saint-Germain, var mjög hissa er hann heyrði tilkynningu Luis Campos, yfirmanns knattspyrnumála félagsins í gær.
Eftir helgi fóru sögusagnir í gang um að framherjinn Kylian Mbappe væri að leitast eftir því að komast burt frá franska félaginu í janúar. Mbappe er einn besti framherji heims og líklega mikilvægasti leikmaður franska félagsins.
Campos ákvað að tjá sig opinberlega rétt fyrir leik PSG í Meistaradeildinni en liðið gerði 1-1 jafntefli við Benfica í gær og skoraði hann eina mark liðsis.
Galtier er mjög hissa á tímasetningunni og telur að Campos hefði getað boðið upp á betri vinnubrögð frekar en að gefa út tilkynningu svo stutt áður en liðið hóf leik.
,,Kylian sýndi í kvöld að hann er frábær leikmaður og að hann sé einbeittur að okkur og þessari keppni,“ sagði Galtier.
,,Þetta byrjaði með sögusögnum en við breytum þeim í upplýsingar og þær verða að yfirlýsingu. Ég er mjög hissa á að þetta hafi verið gert rétt fyrir mjög mikilvægan leik.“