Cristiano Ronaldo framherji Manchester United ætlar að mótmæla ákærunni sem enska knattspyrnusambandið hefur gefið út.
Ákæran er komin til vegna þess að Ronaldo náðist á myndband slá síma úr höndum barns á síðustu leiktíð. Um var að ræða atvik eftir leik gegn Everton.
Ronaldo baðst afsökunar strax eftir atvikið en eftir langa rannsókn hefur enska sambandið ákært Ronaldo.
„Hann tekur þessu ekki og mun mótmæla,“ segir Erik ten Hag stjóri Manchester United.
Ef Ronaldo verður dæmdur gæti hann átt yfir höfði sér nokkuð langt leikbann en niðurstaða fæst í málið á næstu dögum.