Jose Mourinho, stjóri Roma, er allt annað en sáttur þessa dagana og vill miklu meira frá sínum leikmönnum.
Calciomercato á Ítalíu fjallar um málið en Mourinho er langt frá því að vera ánægður með frammistöðu liðsins í síðustu tveimur leikjum.
Roma vann góðan 2-1 sigur á Inter Milan fyrir landsleikjahléð og tapaði liðið svo heima gegn Real Betis og vann Lecce ósannfærandi 2-1 í Serie A.
Mourinho hefur tekið mikinn þátt á æfingum Roma og nú meira en venjulega og ætlast til að liðið vinni leik sinn gegn Betis í Evrópudeildinni á morgun.
Mourinho hefur kvartað í lykilmönnum liðsins eins og Paulo Dybala, Lorenzo Pellegrini, Tammy Abraham og Gianluca Mancini og heimtar mun meira á vellinum.
Mourinho hefur oft látið í sér heyra sem stjóri en það hefur ekki alltaf gengið upp og verður fróðlegt að sjá hvernig leikmenn Roma taka í þessi fyrirmæli.