Marcel Römer, fyrirliði Lyngby í Danmörku, lenti í miklu áfalli fyrr á árinu þegar eiginkona hans, Cecile, lést. Freyr Alexandersson er þjálfari Lyngby og ræddi hann þetta í hlaðvarpinu Chess After Dark á dögunum.
Cecile var aðeins þrjátíu ára gömul þegar hún féll skyndilega frá.
„Hann keyrir heim af æfingu, kemur heim og hún liggur á gólfinu látin,“ segir Freyr.
Cecile og Römer eiga saman tvö börn.
„Það var rosalegt sjokk fyrir okkur,“ segir Freyr.
„Við díluðum ofboðslega vel við þetta, mjög fallega. Allir opnuðu sig og við urðum þéttari. Ég veit allt um alla og allir vita allt um mig. Það er sú nálgun sem ég vil hafa, það er þannig sem ég vinn.“