Arnar Grétarsson fyrrum þjálfari KA kveður félagið formlega með færslu sem hann birtir á Facebook í dag. KA ákvað að láta Arnar hætta störfum þegar hann hafði samþykkt að taka við Val.
Valur hefur ekki staðfest ráðningu Arnars en vitað er að hann tekur við þjálfun liðsins í nóvember. Hefur hann ráðið sér aðstoðarmann sem er Sigurður Heiðar Höskuldsson, nú þjálfari Leiknis.
„Nú þegar leiðir skiljast eftir rúm tvö ár. Þá kemur margt upp í hugann en fyrst og fremst er það risa þakklæti til alls góða fólksins sem ég vann með og kynntist á þessari skemmtilegu vegferð að þjálfa meistaraflokk KA í knattspyrnu,“ skrifar Arnar á Facebook.
KA er komið með Evrópusæti sem liðið tryggði sér eftir að Arnar lét að störfum. „Andrúmsloftið í KA-heimilinu er einstakt, það er svo mikil samheldni og samgangur milli þjálfara og leikmanna mismunandi deilda sem gerir vinnuna svo miklu skemmtilegri heldur en ella.“
Arnar kveðst hafa notið lífsins á Akureyri og segir. Ég og fjölskylduna mín höfum notið Akureyrar í botn, veðrið, náttúran, Hlíðarfjall svo eitthvað sé nefnt, við eigum klárlega eftir að sakna Akureyrar en við yfirgefum með margar góðar minningar í farteskinu og erum gríðarlega þakklátt fyrir tímann okkar.“
„Mig langar að þakka öllu starfsfólki í KA heimilinu, öllum þjálfurum í KA & leikmönnum, stjórn knattspyrnudeildar, öllum í kringum meistaraflokkinn, þjálfurum mfl. Hadda, Steina, Igor, Bane, Eið, Dóra, Petar og sjálfsögðu frábæru leikmönnum meistaraflokks KA fyrir frábæran tíma og hef ég notið hverrar mínútu með ykkur og á ég klárlega eftir að sakna ykkar.“