Íslenska kvennalandsliðið fer ekki á HM eftir 4-1 tap gegn Portúgal í framlengdum umspilsleik í kvöld.
Lestu um leikinn hér.
Hér að neðan má sjá einkunnir leikmanna Íslands.
Sandra Sigurðardóttir – 7
Átti afar fínan leik í venjulegum leiktíma.
Guðný Árnadóttir – 6
Fín frammistaða í venjulegum leiktíma en framlengingin eðlilega erfið.
Glódís Perla Viggósdóttir – 8 – Maður leiksins
Frábær varnarlega í dag og skorar mark Íslands.
Ingibjörg Sigurðardóttir – 5
Var í nokkrum vandræðum í dag.
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir – 4
Frammistaðan allt í lagi en fær svo dæmt á sig víti og rautt spjald, þó spjaldið hafi líklega verið rangur dómur.
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (61‘) – 6
Skilaði góðri vinnu varnarlega í dag.
Dagný Brynjarsdóttir – 5
Maður hefði viljað sjá Dagnýu búa til meira fram á við.
Sara Björk Gunnarsdóttir – 6
Barðis fyrir liðið eins og alltaf. Átti mjög góðan fyrri hálfleik.
Sveindís Jane Jónsdóttir – 5
Lítið áberandi í fyrri hálfleik en kom sér aðeins inn í leikinn seinni, sem var þó erfitt manni færri.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir (70‘) – 5
Komst ekki vel inn í leikinn.
Selma Sól Magnúsdóttir (89‘) – 7
Átti frábæra stoðsendingu og fínasta leik.
Varamenn
Alexandra Jóhannsdóttir (61‘) – 5
Svava Rós Guðmundsdóttir (70‘) – 5
Agla María Albertsdóttir (89‘) – 5
Aðrar spiluðu of lítið til að fá einkunn