Það er jafntefli í leik Portúgals og Íslands í umspilsleik um sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári.
Corole Costa kom Portúgal yfir á 55. mínútu með marki úr vítaspyrnu. Vítaspyrnudómurinn var afar umdeildur en Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir fékk einnig rautt spjald.
Atvikið má sjá hér neðar.
Glódís Perla Viggósdóttir var svo að jafna fyrir íslenska liðið, sem leikur manni færra.
Það er skammt stórra högga á milli. Rétt eftir að mark Sveindísar er dæmt af fær Portúgal víti og Áslaug Munda er rekin út af. pic.twitter.com/lqIMadnVLH
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) October 11, 2022
Tæpur hálftími er eftir af leiknum. Ef Ísland vinnur í venjulegum leiktíma eða framlengingu fer liðið á HM.