Didi Hamann fyrrum miðjumaður Liverpool og samlandi Jurgen Klopp telur að augnablikið þar sem rætt verður um framtíð þýska stjórans nálgist.
Hamann kveðst sjá merki þess um að samband Klopp við leikmenn sé farið að verða öðruvísi.
Liverpool er í lítilli krísu en liðið er fjórtán stigum á eftir toppliði Arsenal eftir átta leiki hjá Liverpool.
„Á einhverjum tímapunkti held ég að við munum taka þessa umræðu um Klopp en ég veit ekki hversu langt við erum frá því,“ sagði Hamann.
„Hann segist vera rétti maðurinn en ég sé litla hluti breytast. Jordan Henderson í miðri síðustu viku var tekinn af velli, þegar hann sá númerið sitt koma upp, tók hann bandið af sér með trega og hristi hausinn.“
„Þetta höfum við ekki séð hjá Liverpool í fimm, kannski er þetta merki um vandræðin sem liðið og stjórinn er í.“
„Dýnamíkin hjá Liverpool er ekkert öðruvísi en annars staðar og ef úrslitin eru ekki að koma, þá mun Klopp finna fyrir pressu.“