fbpx
Mánudagur 17.mars 2025
433Sport

Ætla að sýna hinsegin fólki stuðning í Katar þvert á reglur landsins

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 11. október 2022 12:06

Harry Kane

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harry Kane er einn af níu landsliðsfyrirliðum sem ætla að sýna hinsegin samfélaginu stuðning á Heimsmeistaramótinu í Katar síðar á árinu, þvert á reglur þar í landi.

FIFA hefur verið harkalega gagnrýnt fyrir að leyfa Katar að halda mótið. Mannréttindi eru fótum troðin í landinu, til að mynda réttindi hinsegin fólks.

Kane er landsliðsfyrirliði Englands og ætlar hann að taka þátt í því að sýna hinsegin fólki stuðning, með því að klæðast sérstöku fyrirliðabandi.

FIFA hefur ekki gefið grænt ljós á fyrirliðabandið enn.

Yfirvöld í Katar hafa beðið stuðningsmenn og aðra sem ferðast í til landsins í tengslum við HM að virða reglur og hefðir í landinu. Þar á meðal eru reglurnar um að samkynhneigð sé bönnuð.

HM hefst 20. nóvember og lýkur því 18. desember.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Prinsinn eins og þú hefur aldrei séð hann áður – Fær mikið lof fyrir þessi svör

Prinsinn eins og þú hefur aldrei séð hann áður – Fær mikið lof fyrir þessi svör
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Mbappe búinn að jafna met Ronaldo á sínu fyrsta tímabili

Mbappe búinn að jafna met Ronaldo á sínu fyrsta tímabili
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hinrik seldur til Noregs – Kvaddur með fallegu myndbandi

Hinrik seldur til Noregs – Kvaddur með fallegu myndbandi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Valsmenn höfnuðu „hlægilegu“ tilboði Skagamanna í Tryggva

Valsmenn höfnuðu „hlægilegu“ tilboði Skagamanna í Tryggva
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Segir að ÍA hafi boðið metfé í Tryggva Hrafn

Segir að ÍA hafi boðið metfé í Tryggva Hrafn
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Reiður út í stjörnuna eftir endurkomuna – ,,Hann þarf að bæta sig verulega“

Reiður út í stjörnuna eftir endurkomuna – ,,Hann þarf að bæta sig verulega“