Viðar Örn Kjartansson var hetja Atromitos í grísku úrvalsdeildinni í dag þegar hann skoraði tvö mörk á ellefu mínútum.
Atromitos tók á móti PAS Giannina en gestirnir komust yfir í leiknum. Viðar var í byrjunarliðinu en fór af velli í uppbótartíma
Það var svo Viðar Örn sem jafnaði fyrir heimamenn á 75 mínútu leiksins og hann skoraði svo aftur ellefu mínútum síðar.
Sigurinn kemur Atromitos upp í ellefta sæti deildarinnar en Viðar gekk í raðir félagsins fyrir þetta tímabil.