fbpx
Þriðjudagur 18.mars 2025
433Sport

Neitaði að nefna stjórann á nafn er hann ræddi umdeilda brottför

Victor Pálsson
Mánudaginn 10. október 2022 19:30

Costa og Conte Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Diego Costa, leikmaður Wolves, sneri aftur á Stamford Bridge um helgina er liðið tapaði 3-0 gegn Chelsea.

Costa var mjög vinsæll á meðal stuðningsmanna Chelsea en yfirgaf liðið árið 2017 þar sem hann var ekki í myndinni hjá Antonio Conte, þáverandi stjóra liðsins.

Conte hafði engan áhuga á að nota Costa en framherjinn vann deildina tvisvar með enska stórliðinu.

Costa neitaði að nota nafn Conte er hann ræddi brottför sína frá Chelsea og talaði aðeins um ‘stjórann.’

,,Ég hef aldrei átt í neinum vandræðum þegar kemur að stuðningsmönnunum. Aðdáendurnir voru aldrei vandamálið, það var stjórinn,“ sagði Costa.

,,Ég yfirgaf liðið á slæmum nótum þegar kom að stjóranum. Ég fór sem tvöfaldur sigurvegari og hann gat ekki treyst á mig.“

,,Það var ekkert sem ég gat gert. Ég þurfti að fara. Ég gerði góða hluti hjá félaginu og skildi eftir mig góðar minningar. Chelsea kom alltaf vel fram við mig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Óð upp á svið er Auddi og Steindi voru að skemmta – Myndband

Óð upp á svið er Auddi og Steindi voru að skemmta – Myndband
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Víkingur fær sekt og er dæmt tap

Víkingur fær sekt og er dæmt tap
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Góðar líkur á að hann verði seldur í sumar

Góðar líkur á að hann verði seldur í sumar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Svona 80-faldaði Tomas peninginn sinn um helgina

Svona 80-faldaði Tomas peninginn sinn um helgina
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Segir frá því sem gerðist eftir tap Liverpool í gær en fáir tóku eftir

Segir frá því sem gerðist eftir tap Liverpool í gær en fáir tóku eftir
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Aftur rauk Arteta úr viðtali – Sneri fljótt aftur

Aftur rauk Arteta úr viðtali – Sneri fljótt aftur
433Sport
Í gær

Sannfærður um að hann muni velja Jamaíka frekar en England – ,,Boltinn er hjá honum“

Sannfærður um að hann muni velja Jamaíka frekar en England – ,,Boltinn er hjá honum“
433Sport
Í gær

Liverpool mun hafa betur gegn Chelsea

Liverpool mun hafa betur gegn Chelsea