Diego Costa, leikmaður Wolves, sneri aftur á Stamford Bridge um helgina er liðið tapaði 3-0 gegn Chelsea.
Costa var mjög vinsæll á meðal stuðningsmanna Chelsea en yfirgaf liðið árið 2017 þar sem hann var ekki í myndinni hjá Antonio Conte, þáverandi stjóra liðsins.
Conte hafði engan áhuga á að nota Costa en framherjinn vann deildina tvisvar með enska stórliðinu.
Costa neitaði að nota nafn Conte er hann ræddi brottför sína frá Chelsea og talaði aðeins um ‘stjórann.’
,,Ég hef aldrei átt í neinum vandræðum þegar kemur að stuðningsmönnunum. Aðdáendurnir voru aldrei vandamálið, það var stjórinn,“ sagði Costa.
,,Ég yfirgaf liðið á slæmum nótum þegar kom að stjóranum. Ég fór sem tvöfaldur sigurvegari og hann gat ekki treyst á mig.“
,,Það var ekkert sem ég gat gert. Ég þurfti að fara. Ég gerði góða hluti hjá félaginu og skildi eftir mig góðar minningar. Chelsea kom alltaf vel fram við mig.“