Arnór Ingvi Traustason komst á blað fyrir lið Norrköping í Svíþjóð sem mætti Mjallby í kvöld.
Arnór var í byrjunarliði Norrköping í kvöld ásamt Ara Frey Skúlasyni sem lék í bakverði.
Hann skoraði annað mark liðsins í 2-1 heimasigri en Christoffer Nyman hafði gert það fyrsta á 15. mínútu.
Andri Lucas Guðjohnsen kom inná sem varamaður á 65. mínútu og fékk að líta gult spjald 10 mínútum síðar.
Norrköping hefur verið í basli í deildinni og er í 11. sæti með 29 stig úr 25 leikjum.