Joan Laporta, forseti Barcelona, hefur staðfest það að félagið ætli að byggja styttu af Lionel Messi fyrir utan heimavöll liðsins.
Messi spilaði með Barcelona í tæplega 20 ára en yfirgaf félagið í fyrra og skrifaði undir hjá Paris Saint-Germain.
Það var aldrei vilji Messi að yfirgefa félagið en fjárhagsvandræði komu í veg fyrir að framlenging á samningi gæti átt sér stað.
,,Við munum byggja styttu af Messi fyrir utan Nou Camp. Ákvörðunin hefur verið tekin,“ sagði Lapæorta.
Talið er að Barcelona vilji endursemja við Messi á næsta ári en hann er 35 ára gamall og er að verða samningslaus.
Messi hefur sjö sinnum verið valinn besti leikmaður heims og er líklega besti leikmaður í sögu spænska stórliðsins.