fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
433Sport

Víkingur varði bikarmeistaratitilinn með sigri á FH í framlengdum leik

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 1. október 2022 18:33

Fréttablaðið/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víkingur Reykjavík er bikarmeistari karla þriðja tímabilið í röð. Liðið vann FH í framlengdum úrslitaleik á Laugardalsvelli í dag.

Fyrsta marktæka færið kom eftir rúmlega stundarfjórðung. Þá áttu Víkingar hættulega sókn sem lauk með því að Ari Sigurpálsson skaut rétt fram hjá markinu.

Skömmu síðar slapp Pablo Punyed í gegn, en hann náði ekki nægilega miklu valdi á boltanum til að koma honum á markið.

Á 26. mínútu kom Pablo Víkingum hins vegar yfir. Danijel Dejan Djuric átti góðan sprett upp hægri kantinn, renndi boltanum inn á teiginn þar sem Pablo var mættur og rak tána í boltann. Það var nóg til að sigra Atla Gunnar Guðmundsson í marki FH.

Forystan varði þó aðeins í um tvær mínútur áður en Oliver Heiðarsson jafnaði fyrir Hafnfirðinga. Hann fékk frábæra sendingu inn fyrir vörn Víkings frá Davíð Snæ Jóhannssyni.

FH-ingar efldust við þetta og áttu nokkrar álitlegar sóknir í kjölfarið. Liðið komst nálægt því að koma boltanum í netið rétt fyrir hálfleik en allt kom fyrir ekki.

Staðan í hálfleik var, fremur sanngjarnt, 1-1.

Víkingar byrjuðu seinni hálfleik betur. Þeir voru hársbreidd frá því að koma boltanum í netið á fimmtu mínútu hans. Kyle McLagan átti þá hörkuskalla í stöngina.

Við tók kafli þar sem ekki mikið markvert gerðist og liðin tóku ekki miklar áhættur. Víkingur var hins vegar ívið líklegri fram á við.

Helgi Guðjónsson fékk svo dauðafæri til að koma Víkingi yfir á 83. mínútu en skaut fram hjá.

Það áttu svo heldur betur eftir að verða senur á lokamínútum leiksins. Á 89. mínútu kom Nikolaj Hansen Víkingi yfir á nýjan leik eftir að boltinn barst til hans í teignum.

Aftur svaraði FH hins vegar um hæl. Ingvar Jónsson í marki Víkings gerði þá afar klaufalegt sjálfsmark.

Lokatölur eftir venjulegan leiktíma voru 2-2 og því gripið til framlengingar.

Á fyrstu sekúndum hennar skoraði Hansen aftur með góðum skalla eftir frábæra fyrirgjöf Loga Tómassonar.

FH tókst ekki að ógna marki Víkinga að viti í framlengingunni. Víkingur vann því 3-2 og ver bikarmeistaratitilinn.

Fréttablaðið/Anton Brink
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Efstur á óskalista Arteta fyrir sumarið

Efstur á óskalista Arteta fyrir sumarið
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fær það óþvegið frá stuðningsmönnum – Sjáðu hvað hann sagði við fréttamenn í gær

Fær það óþvegið frá stuðningsmönnum – Sjáðu hvað hann sagði við fréttamenn í gær
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Myndband: Upptaka úr líkamsmyndavél lögreglumannsins opinberuð – Sýnir hvað leiddi til þess að stórstjarnan var handtekin

Myndband: Upptaka úr líkamsmyndavél lögreglumannsins opinberuð – Sýnir hvað leiddi til þess að stórstjarnan var handtekin
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Conte pirraður út í forráðamenn Napoli sem keyptu ekki þá sem hann vildi

Conte pirraður út í forráðamenn Napoli sem keyptu ekki þá sem hann vildi
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Seinni leikur Strákanna okkar staðfestur

Seinni leikur Strákanna okkar staðfestur
433Sport
Í gær

Enska pressan vekur athygli á ískaldri kveðju sem unnusti Sveindísar Jane fékk í gærkvöldi

Enska pressan vekur athygli á ískaldri kveðju sem unnusti Sveindísar Jane fékk í gærkvöldi
433Sport
Í gær

Stuðningsmenn Arsenal trylltir – Gátu fengið Watkins og vissu hvað þyrfti að borga

Stuðningsmenn Arsenal trylltir – Gátu fengið Watkins og vissu hvað þyrfti að borga