Dregið var í riðla fyrir undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu 2024 í morgun. Ísland var í þriðja styrkleikaflokki í drætti dagsins og lenti í riðli með stjörnu prýddu liði Portúgal með Ronaldo í fararbroddi, Bosníu & Herzegovinu, Lúxemburg, Slóvakíu og Lichtenstein
Riðill Íslands:
Portúgal, Bosnía & Herzegovina, Ísland, Lúxemburg, Slóvakía og Lichtenstein
Lokamót Evrópumótsins í knattspyrnu fer fram í Þýskalandi árið 2024 og hefst 14. júní þess árs og lýkur með úrsltaleik mánuði síðar, nánar tiltekið 14. júlí í Berlín.
Í undankeppninni er leikið heima og heiman og munu sigurvegarar hvers riðils auk liðanna sem enda í 2. sæti tryggja sér sæti á lokamótinu.
Undankeppnin hefst í mars á næsta ári og lýkur riðlakeppninni í nóvember það sama ár. Umspilsleikir sem taka við í framhaldinu hjá sumum liðum fara fram í mars árið 2024, nokkrum mánuðum áður en lokamótið hefst.
Aðrir riðlar í undankeppninni:
A-Riðill: Spánn, Skotland, Noregur, Georgía, Kýpur
B-Riðill: Holland, Frakkland, Írland, Grikkland, Gíbraltar
C-Riðill: Ítalía, England, Úkraína, Norður-Makedónía, Malta
D-Riðill: Króatía, Wales, Armenía, Tyrkland, Lettland
E-Riðill: Pólland, Tékkland, Albanía, Færeyjar, Moldóva
F-Riðill: Belgía, Austurríki, Svíþjóð, Azerbaíjan, Eistland
G-Riðill: Ungverjaland, Serbía, Svartfjallaland, Búlgaría, Litháen
H-Riðill: Danmörk, Finnland, Slóvenía, Kazakhstan, Norður-Írland, San Marinó
I-Riðill: Sviss, Ísrael, Rúmenía, Kosovo, Belarús, Andorra
J-riðill: Portúgal, Bosnía&Herzegovina, Ísland, Lúxemburg, Slóvakía, Lichtenstein