Tveir fyrrum spænskir landsliðsmenn settu Twitter á hliðina í hádeginu eftir færslur sem þeir birtu opinberlega.
Leikmennirnir umtöluðu eru þeir Iker Casillas og Carles Puyol sem spiluðu með spænska landsliðinu í langan tíma.
Casillas var þá markvörður Real Madrid og Puyol var fyrirliði Barcelona.
,,Ég vona að mínum skilaboðum verði sýnd virðing. Ég er samkynhneigður,“ skrfaði Casillas á Twitter í dag.
Puyol setti þá svar við færslu fyrrum markmannsins: ,,Það er kominn tími á að segja okkar sögu Iker.“
Sumir vilja meina að um grín sé að ræða en aðrir telja það þó ólíklegt.
Espero que me respeten: soy gay. #felizdomingo
— Iker Casillas (@IkerCasillas) October 9, 2022
Es el momento de contar lo nuestro, Iker ❤️😘
— Carles Puyol (@Carles5puyol) October 9, 2022