Það vakti töluverða athygli í gær hver var mættur á Stamford Bridge er Chelsea spilaði við Wolves í ensku úrvalsdeildinni.
Chelsea vann sannfærandi 3-0 heimasigur að þessu sinni en í stúkunni var að sjálfsögðu eigandi liðsins, Todd Boehly.
Boehly er Bandaríkjamaður og sat við hlið sjónvarpsstjörnunnar James Corden sem er enskur en starfar í Bandaríkjunum.
Corden hefur lengi séð um einn vinsælasta skemmtiþátt Bandaríkjanna en hann er stuðningsmaður West Ham.
Boehly og Corden þykja vera nokkuð góðir félagar en stuðningsmenn West Ham tóku ekki of vel í myndirnar.
Það er rígur á milli West Ham og Chelsea en bæði lið spila í London.