Barcelona 1 – 0 Celta
1-0 Pedri(’17)
Barcelona vann nauman sigur í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld er liðið mætti Celta Vigo.
Aðeins eitt mark var skorað á Nou Camp en það gerði miðjumaðurinn Pedri eftir 17 mínútur.
Celta átti fleiri marktilraunir en Barcelona í leiknum en mistókst að koma knettinum í netið.
Barcelona er á toppnum með 22 stig líkt og Real Madrid en með betri markatölu.