Jack Grealish, leikmaður Manchester City, er búinn að finna sér nýtt heimili í Manchester og er það ekkert smá virki.
Grealish samdi við Englandsmeistarana fyrir síðustu leiktíð og kom til félagsins frá Aston Villa.
Nýja glæsibýli Grealish vekur mikla athygli en það kostaði leikmanninn heilar sex milljónir punda eða um milljarð íslenskra króna.
Grealish er 27 ára gamall og fær borguð rosaleg laun í Manchester en hann er einnig enskur landsliðsmaður.
Myndir af hans nýja heimili má sjá hér.