Það vantaði ekki fjörið í dag er Arsenal komst í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar á ný með heimasigri á Liverpool.
Leikurinn var spilaður á Emirates og var afar fjörugur en fimm mörk voru skoruð í 3-2 sigri Arsenal.
Stuðningsmenn Liverpool voru mjög ósáttir við dómgæsluna í dag og vildu fá vítaspyrnu er boltinn fór í hönd varnarmannsins Gabriel.
Dómaratríó leiksins sá ekki ástæðu til að flauta og voru margir undrandi.
Eins og má sjá hér fyrir neðan fer boltinn klárlega í hönd leikmannsins.
Penalty denied for Liverpool. 🤨 pic.twitter.com/1PLw3DvOX7
— The Anfield Buzz (@TheAnfieldBuzz) October 9, 2022