Tveir fyrrum spænskir landsliðsmenn settu Twitter á hliðina í hádeginu eftir færslur sem þeir birtu opinberlega.
Leikmennirnir umtöluðu eru þeir Iker Casillas og Carles Puyol sem spiluðu með spænska landsliðinu í langan tíma.
Casillas var þá markvörður Real Madrid og Puyol var fyrirliði Barcelona.
,,Ég vona að mínum skilaboðum verði sýnd virðing. Ég er samkynhneigður,“ skrfaði Casillas á Twitter í dag.
Puyol setti þá svar við færslu fyrrum markmannsins: ,,Það er kominn tími á að segja okkar sögu Iker.“
Nú fjalla spænskir fjölmiðar um að um grín hafi verið að ræða og er þetta var Casillas við sögusagnna um að hann sé að hitta nýja konu.
Puyol hefur þá væntanlega verið að grínast með vini sínum en Casillas var orðinn verulega þreyttur á að vera bendlaður við leikkonuna Alejdandra Onieva sem og aðrar konur á undanförnum vikum.
Eins og gefur að skilja þá eru allar líkur á að Puyol hafi spilað með í brandara vinar síns.
🚨 Iker Casillas has deleted his tweet about being gay. He was being ‘ironic’ about his sexuality in order to deny rumours linking him to the actress Alejandra Onieva! ❌
He wants the media to stop spreading fake news linking him to new women every week.
(Source: @diarioas) pic.twitter.com/9qK6MGFOdg
— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) October 9, 2022