Sadio Mane, leikmaður Bayern Munchen, hefur tjáð sína skoðun á því hver á að vinna Ballon d’Or verðlaunin í lok árs.
Besti leikmaður heims á hverju ári fær Ballon d’Or verðlaunin en þau verða afhent þann 17. október næstkomandi.
Karim Benzema, framherji Real Madrid, er líklegastur til að hreppa þau í þetta sinn og er Mane alveg sammála því.
Benzema átti magnað ár 2022 þar sem þeir spænsku unnu bæði deildarkeppni og Meistaradeildina.
,,Ég tel að Benzema eigi þetta skilið meira en allir aðrir,“ sagði Mane í samtali við AS.
,,Ég er mjög ánægður fyrir hans hönd. Tímabil hans með Real Madrid var magnað þar sem þeir unnu Meistaradeildina.“