Arthur, leikmaður Liverpool, þarf að fara í aðgerð vegna meiðsla á læri og mun ekki spila meira á tímabilinu.
Arthur skrifaði undir hjá Liverpool á lokadegi félagaskiptagluggans og kom á láni frá ítalska stórliðinu Juventus.
Arthur hefur hingað til spilað lítið hlutverk með Liverpool en verður nú frá í þrjá til fjóra mánuði vegna meiðslana.
Miðjumaðurinn hefur ekki spilað deildarleik með Liverpool en kom við sögu í tapi gegn Napoli í Meistaradeildinni.
Það voru litlar líkur á að Arthur myndi ferðast með brasilíska landsliðinu á HM í Katar en þær vonir eru nú alveg úr sögunni.