Bæði Trent Alexander-Arnold og Luis Diaz meiddust í leik Liverpool gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í dag.
Þetta hefur Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, staðfest en liðið tapaði á Emirates með þremur mörkum gegn tveimur.
Margir héldu að Trent hefði verið skipt útaf í hálfleik vegna lélegrar frammistöðu en svo var ekki.
,,Hann er því miður meiddur, rétt eins og Luis Diaz. Þetta lítur ekki vel út fyrir þá báða. Það er rúsínan í pylsuendanum,“ sagði Klopp.
Það er áfall fyrir Liverpool sem er 14 stigum frá toppsætinu og verður einnig án miðjumannsins Arthur í 3-4 mánuði.