Napoli er á toppnum í ítölsku úrvalsdeildinni eftir leik við Cremonese á útivelli á þessum ágæta sunnudegi.
Napoli vann öruggan 4-1 útisigur á smáliðinu og er með 23 stig í toppsætinu eftir níu umferðir.
Atalanta var með jafn mörg stig fyrir umferðina og Napoli en missteig sig gegn Udinese í dag í leik sem lauk 2-2.
Jose Mourinho og hans mennm í Roma unnu Lecce 2-1 þar sem Paulo Dybala tryggði heimaliðinu sigur.
Þórir Jóhann Helgason kom við sögu fyrir Lecce á 71. mínútu en liðið lék manni færri alveg frá 22. mínútu leiksins.
Cremonese 1 – 4 Napoli
0-1 Matteo Politano(’26, víti)
1-1 Cyril Dessers(’47)
1-2 Giovanni Simeone(’76)
1-3 Hirving Lozano(’90)
1-4 Mathias Olivera(’90)
Roma 2 – 1 Lecce
1-0 Chris Smalling(‘6)
1-1 Gabriel Strefezza(’33)
2-1 Paulo Dybala(’48, víti)