David Beckham, goðsögn Manchester United, gæti boðið stórstjörnunni Cristiano Ronaldo líflínu í janúarglugganum.
Frá þessu greina ensk götublöð en Ronaldo er orðinn varamaður á Old Trafford og er opinn fyrir því að færa sig um set.
Það var ekkert evrópskt félag sem hafði áhuga á að borga laun Ronaldo í sumar en hann er talinn hafa rætt við þónokkur lið.
Beckham er eigandi Inter Miami í bandarísku MLS-deildinni og ku vera opinn fyrir því að semja við Ronaldo á næsta ári.
Ronaldo er orðinn 37 ára gamall og kominn yfir sitt besta og virðist að sama skapi ekki vera inni í myndinni hjá Erik ten Hag, stjóra Man Utd.