Goðsögnin Alessandro Nesta telur að hann gæti stöðvað Erling Haaland ef hann hefði mætt honum á sínum tíma sem leikmaður.
Nesta var magnaður varnarmaður á sínum tíma og lék fjölmarga leiki fyrir bæði AC Milan og ítalska landsliðið.
Haaland er af mörgum talinn besti sóknarmaður heims í dag og spilar fyrir Manchester City. Hann er með 20 mörk í 13 leikjum á tímabilinu til þessa.
Að sögn Nesta er Haaland þó ekki í sama gæðaflokki og Brasilíumaðurinn Ronaldo sem gerði garðinn frægan með Inter Milan og Real Madrid.
,,Ég get spilað gegn honum, já! Vegna þess að ég spilaði gegn Ronaldo, þeim brasilíska,“ sagði Nesta.
,,Haaland er mjög góður en Ronaldo var á öðru stigi. Ég spilaði gegn Lionel Messi, gegn Cristiano Ronaldo en brasilíski Ronaldo var annað.“