Knattspyrnufélagið FH hefur skrifað opið bréf til bæjarstjórnar Hafnafjarðar fyrir leik gegn Leiknir Reykjavík í Bestu deildinni á morgun.
FH mun spila leikinn á ‘óvenjulegum tíma’ eins og félagið tekur fram en flautað er til leiks klukkan 15:15 á mánudegi.
Félagið vill fá sem mestan stuðning í viðureigninni enda um mikilvægan slag að ræða í fallbaráttunni.
,,Við teljum nauðsynlegt að bærinn loki skrifstofum sínum, stofnunum og skólum snemma á mánudaginn til að tryggja að harðduglegt starfsfólk hins opinbera komist á leikinn mikilvæga,“ kemur fram í bréfi FH.
Félagið heldur áfram og skorar á auðmenn að loka verksmiðjum sínum sama dag svo fólk geti mætt og veitt sínu liði stuðning.
Bréf félagsins má lesa hér.
Opið bréf til bæjarstjórnar frá stuðningsmönnum fyrir leikinn á morgunn. #ViðerumFH pic.twitter.com/f9vHL3G0Ii
— FHingar (@fhingar) October 9, 2022