Arsenal 3 – 2 Liverpool
1-0 Gabriel Martinelli(‘1)
1-1 Darwin Nunez(’34)
2-1 Bukayo Saka(’45)
2-2 Roberto Firmino(’53)
3-2 Bukayo Saka(’76, víti)
Það vantaði ekki fjörið í dag er Arsenal komst í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar á ný með heimasigri á Liverpool.
Leikurinn var spilaður á Emirates og var afar fjörugur en fyrsta mark leiksins var skorað á fyrstu mínútu af Gabriel Martinelli.
Darwin Nunez, nýr framherji Liverpool, nýtti tækifæri sitt í dag og jafnaði metin þegar rúmlega hálftími var liðinn.
Allt stefndi í jafntefli í fyrri hálfleik áður en Bukayo Saka kom Arsenal aftur yfir í uppbótartíma.
Snemma í seinni hálfleik jafnaði varamaðurinn Roberto Firmino metin fyrir gestina og staðan orðin 2-2.
Það var svo Saka aftur sem tryggði Arsenal öll stigin er hann skoraði úr vítaspyrnu á 76. mínútu.
Arsenal er á toppi deildarinnar með 24 stig en Liverpool er í 10 sætinu, 14 stigum frá toppnum.