Tveir fyrrum spænskir landsliðsmenn settu Twitter á hliðina í hádeginu eftir færslur sem þeir birtu opinberlega.
Leikmennirnir umtöluðu eru þeir Iker Casillas og Carles Puyol sem spiluðu með spænska landsliðinu í langan tíma.
Casillas var þá markvörður Real Madrid og Puyol var fyrirliði Barcelona.
,,Ég vona að mínum skilaboðum verði sýnd virðing. Ég er samkynhneigður,“ skrfaði Casillas á Twitter í dag.
Puyol setti þá svar við færslu fyrrum markmannsins: ,,Það er kominn tími á að segja okkar sögu Iker.“
Casillas hefur nú beðist afsökunar á færslu sinni og segist hafa verið ‘hakkaður’ en fyrr í dag var talið að um grín hafi verið að ræða.
Miðað við nýjustu færslu Casillas var þetta alls ekkert grín heldur hefur einhver komist inn á aðgang hans og sett inn þessi skilaboð.
,,Hakkaður aðgangur. Sem betur fer er allt í lagi. Ég bið fylgjendur mína afsökunar og sérstaklega LGBT samfélagið,“ skrifar Casillas.
Cuenta hackeada. Por suerte todo en orden. Disculpas a todos mis followers. Y por supuesto, más disculpas a la comunidad LGTB. 🙏
— Iker Casillas (@IkerCasillas) October 9, 2022