Það fer fram stórleikur í ensku úrvalsdeildinni í dag er Arsenal tekur á móti Liverpool á heimavelli sínum, Emirates.
Munurinn á þessum liðum hingað til hefur verið mikill en Arsenal getur komist aftur á toppinn með sigri.
Liverpool hefur að sama skapi ekki byrjað vel og er með 10 stig eftir sjö leiki á meðan heimaliðið er með 21 stig í öðru sæti.
Hér má sjá byrjunarliðin í London.
Arsenal: Ramsdale, Tomiyasu, Saliba, White, Gabriel, Saka, Partey, Martinelli, Xhaka, Odegaard, Jesus
Liverpool: Alisson, van Dijk, Alexander-Arnold, Matip, Tsimikas, Thiago, Jota, Salah, Diaz, Henderson, Nunez