Varnarmaðurinn Birkir Már Sævarsson hefur skrifað undir nýjan samning við Val sem gildir út næsta tímabil.
Þetta staðfesti félagið í dag en Birkir er að verða 38 ára gamall og er fyrrum landsliðsmaður Íslands.
Birkir er hættur að spila með landsliðinu og fóru skórnir þar á hilluna árið 2021 eftir mögnuð ár með öflugu liði sem fór á tvö stórmót.
Birkir hefur verið einn öflugasti leikmaður Vals á tímabilinu í Bestu deildinni og mun halda áfram að spila stórt hlutverk á næsta ári.
Birkir er uppalinn Valsmaður en gerði garðinn frægan sem atvinnumaður í Svíþjóð og í Noregi.